Tuttugu og fimm manns voru handtekin víðsvegar um Þýskaland grunuð um að hafa tekið þátt í skipulagningu á valdaráni. 3.000 lögreglumenn tóku þátt í aðgerðunum en ráðist var inn á meira en 130 staði.

Þýskir fréttamiðlar segja að öfga-hægri samtök og fyrrverandi hermenn hafi skipulagt árás á þinghúsið með það markmið að taka völd í landinu.

Þýskur maður sem ber dulnefnið Heinrich XIII er sagður höfuðpaur áætlunarinnar en ekki hefur raunveruleg nafn hans verið gefið upp.

Hinir meintu valdaræningjar eru taldir hafa ætlað að taka yfir ríkisstjórnina með ofbeldisfullum hætti og stóð þá til að hin umræddi Heinrich myndi taka við sem leiðtogi landsins.

Þýska lögreglan hefur gefið út að meðal þeirra sem handteknir voru eru meðlimir í öfga samtökunum Reichsbürger en samtökin hafa lengi verið undir eftirliti lögreglu vegna ofbeldisfullra árása sem oftar en ekki eru drifnar áfram af rasískri hugmyndaræði.

Skipulagðar handtökur lögreglu fóru fram þvert yfir landið og voru nokkrir aðilar handteknir í Austurríki og á Ítalíu.

Marco Buschmann, dómsmálaráðherra Þýskaland sendi frá sér tíst á Twitter í morgun þar sem hann sagði að „Lýðræðið er vel varið: frá því í morgun hefur mikl aðgerð gegn hryðjuverkum staðið yfir……Grunur leikur á að vopnuð árás á ríkisstofnanir hafi verið fyrirhuguð.“