Fjölmiðlar í Tyrklandi segja frá því í dag að 25 manns hafi látist eftir neyslu á heimabrugguðu áfengi í vikunni. Aðrir tuttugu einstaklingar þurftu að leita sér aðstoðar.

Ríkisstjórn Tyrklands gerði upptæka rúmlega 30 þúsund lítra af heimabruggi í gær en efnahagsástandið í landinu hefur neytt fólk til þess að brugga eigið áfengi.

Áfengisverð í Tyrklandi hefur hækkað undanfarna áratugi og hafa sífellt fleiri gripið til þess að brugga eigið vín.

Á sama tíma hrynur gengi gjaldmiðils Tyrklands, Líran og kostar flaska af þjóðardrykknum Raki nú einn tíunda af lágmarkslaunum einstaklinga.