Minnst 25 manns greindust með veiruna innan­lands í gær, þetta kemur fram í tölu­legum upp­lýsingum co­vid.is.

Alls greindust 15 í einkennasýnatöku og 10 í sóttkví- og handahófsskimun. Um er að ræða fækkun um einn á milli daga. Tólf af þeim sem greindust smituð eru bólusett og 17 voru í sóttkví við greiningu.

Í heildina eru 596 manns í einangrun og 1.139 í sóttkví. Þá eru átta inni­liggjandi á sjúkra­húsi, en enginn á gjör­gæslu.

Fréttin hefur verið uppfærð.