Alls greindust 25 innan­lands­smit í gær. Beðið er eftir eftir mót­efna­mælingu vegna eins smits sem greindist á landa­mærunum í gær.

Af þeim 25 sem greindust smituð voru 11 í sótt­kví við greiningu, eða 44 prósent.

Alls eru 992 í sótt­kví eins og staðan er í dag og 309 í ein­angrun. Af þeim eru 106 börn, eða 34 prósent.

Um 2.200 sýni voru tekin í gær.

Fjöldi smita er ekki lengur upp­færður á vef co­vid.is um helgar en sam­kvæmt þeim tölum sem birtust í dag greindust 19 innan­lands­smit á laugar­dag og 23 á föstu­dag.

Fréttin hefur verið upp­færð.