Alls greindust 25 smit innan­lands í gær. Á landa­mærunum greindist eitt virkt smit en beðið er eftir mót­efna­mælingu vegna þriggja smita. Það fjölgaði lítil­lega í sótt­kví og um nokkra í ein­angrun. Það fækkaði á sjúkra­húsi og fjölgaði á gjör­gæslu Land­spítalans.

Af þeim sem greindust smituð voru 12 full­bólu­sett, einn hálf­bólu­settur og 12 óbólu­sett. 13 voru í sótt­kví við greiningu, eða 52 prósent.

198 börn eru í ein­angrun vegna Co­vid-19 en alls eru 507 í ein­angrun. Börn eru því 39 prósent þeirra sem eru smituð núna.

Að­eins voru tekin um 2.500 sýni sem er tals­vert minna en hefur verið undan­farnar vikur.

Fréttin hefur verið upp­færð.