Í gær greindust 25 Co­vid-smit innan­­lands. Í fyrra­­dag greindust 31 smit, sem var mun færra en daginn áður er 69 smit greindust.

Við ein­­kenna­­sýna­tökur greindust 22 smit og þrjú smit greindust við ein­­kenna­­sýna­töku. Um 900 sýni voru tekin í gær og hafa verður í huga að um helgar fara færri í sýna­tökur en á virkum dögum.

Átta voru full­bólu­­sett og 17 óbólu­­sett. Í sótt­kví við greiningu voru 18 og utan sótt­kvíar sjö.

Í sótt­kví eru 1816, í skimunar­­sótt­kví 500 og 369 í ein­angrun. Átta eru á sjúkra­húsi, þar af eitt barn, og einn á gjör­­gæslu. Sá er í öndunar­­vél.

Á landa­­mærunum greindust tvö virk smit við fyrri sýna­töku hjá full­bólu­­settum ein­stak­lingum. Einn greindist með mót­efni og beðið er niður­­­stöðu mót­efna­­mælingar hjá einum.

Ný­­gengi innan­­lands­­smita er nú 124,9 og á landa­­mærunum er það 7,6.

Mikill fjöldi smita hefur greinst undan­farið á Norður­landi eystra. Þar er 1154 í sótt­kví og 82 í ein­angrun. Á höfuð­­­borgar­­­svæðinu eru 529 í sótt­kví og 207 í ein­angrun. Á föstu­­daginn voru þar 30 í ein­angrun og 298 í sótt­kví.

Nýtt for­rit fyrir við­burða­haldara

Land­læknis­em­bættið hefur gefið út for­ritið Skanni-C19 en með því geta skipu­leggj­endur við­burða stað­festa hvort vott­orð um nei­kvætt Co­vid-próf sé gilt. Þetta kemur fram í til­kynningu á vef Land­læknis.

Það er sér­stak­lega hannað til að auð­velda dyra­vörðum og öðrum í við­burða­gæslu að stað­festa gildi vott­orðsins, með því að lesa QR-kóða þess annað hvort af skjá eða pappír. Bólu­setninga­vott­orð eða vott­orð um fyrri Co­vid-sýkingu teljast ekki gild í for­ritinu.

Fréttin hefur verið upp­færð.