Von er á 244.000 skömmtum af bólu­efni Pfizer hingað til lands í maí, júní og júlí. Þetta kemur fram í frétta­til­kynningu frá heil­brigðis­ráðu­neytinu.

Í maí munu 70.200 bólu­efna­skammtar berast frá Pfizer, í júní 82.000 og í dag fékkst stað­fest að í júlí má gera ráð fyrir 92.000 skömmtum sem eru tvö­falt fleiri en áður var búist við.

Í frétt á vef Stjórnar­ráðsins segir:

„Eins og fram kom í frétt á vef Lyfja­stofnunar 26. mars síðast­liðnum hefur Lyfja­stofnun Evrópu unnið að því að efla fram­leiðslu­getu markaðs­leyfis­hafa bólu­efna gegn CO­VID-19 og hraða af­hendingu þeirra. Liður í því var meðal annars að veita sam­þykki fyrir nýjum fram­leiðslu­stöðum bólu­efnanna í Evrópu. Ætla má að þessar að­gerðir séu farnar að skila árangri, því af­hending bólu­efna frá Pfizer eykst nú jafnt og þétt.“