Lög­regl­an á höf­uð­borg­ar­svæð­in­u var við hrað­a­mæl­ing­ar í gær á Reykj­a­nes­braut við Hvass­a­hraun og grein­ir frá því í til­kynn­ing­u að all­nokkr­ir ök­u­menn hafi ver­ið staðn­ir að hrað­akstr­i. Í hópn­um hafi ver­ið nokkr­ir ferð­a­menn sem greidd­u sín­ar sekt­ir á staðn­um.

Fram kem­ur í til­kynn­ing­u lög­regl­unn­ar að sá sem hafi ekið hrað­ast hafi ver­ið ís­lensk­ur karl­mað­ur á miðj­um aldr­i og að bif­reið hans hafi mælst á 159 kíl­ó­metr­um á klukk­u­stund. Manns­ins bíð­ur alls 230 þús­und krón­a sekt auk þess sem hann verð­ur svipt­ur ök­u­leyf­i í tvo mán­uð­i og fær þrjá refs­i­punkt­a í ök­u­fer­ils­skrá fyr­ir ofs­a­akst­ur­inn.

Allir sem voru stöðv­að­ir við hrað­akst­ur við mæl­ing­ar lög­regl­unn­ar í gær voru að aka hrað­ar en á 100 kíl­ó­metr­um á klukk­u­stund.