Covid-19 faraldurinn hefur gríðarleg áhrif á samræmd könnunarpróf í sjöunda bekk sem fara fram í dag og á morgun. Til stóð að 4.500 nemendur myndu þreyta próf í íslensku í dag en hluti nemenda gat ekki tekið prófin í dag vegna Covid-19.

Alls eru 220 nemendur í fimm skólum sem ekki náðu að taka prófin en þeim hópi er gefin kostur á að þau á varaprófdögum, dagana 12. og 13. október. Varaprófdagarnir voru settir sérstaklega á dagskrá sem viðbragð við Covid-19.

Ef skóli getur ekki haldið próf á varaprófdögum er skólastjóra viðkomandi skóla og Menntamálastofnun gert að eiga samtal um framhaldið og finna nýja prófdaga fyrir könnunarprófin.

Skiljanlegar áhyggjur

„Það er skiljanlegt að foreldrar og nemendur hafi áhyggjur af stöðunni en Menntamálastofnun hefur lagt mikið upp úr því að eiga gott samtal við alla aðila skólasamfélagsins og unnið að lausnum í samráði við þá,“ segir í fréttatilkynningu Menntamálastofnunnar.

Samræmd próf fata fram í 155 skólum og hefur framkvæmd prófanna gengið vel. Greinilegt er að góður undirbúningur skólanna sé að skila sér að mati Menntamálastofnunnar.