Síðasta sólarhring voru sjúkrabílar boðaðir í 94 verkefni, 22 voru tengd Covid-19 og 34 voru forgangs útköll.

Á sama tíma voru dælubílar sendir í sex verkefni, fimm minniháttar en eitt útkallið var vegna elds í húsnæði Matfugls í Mosfellsbæ, þar sem fór þó betur en á horfðist í fyrstu.

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu segir í tilkynningu að um ansi mikinn fjölda verkefna sé að ræða um helgi.

Góðan dag. Síðasta sólarhring voru sjúkrabílar boðaðir í 94 verkefni þar af voru 34 forgangs útköll og 22 tengd...

Posted by Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bs. on Sunday, 18 October 2020