Alls liggja 22 sjúk­lingar á Land­spítalanum vegna CO­VID-19, þrír eru á gjör­gæslu og allir í öndunar­vél. Þetta kemur fram í upp­færðri stöðu­færslu sem birtist á vef spítalans klukkan 9 í morgun.

Í færslunni kemur fram að meðal­aldur þeirra sem liggja inni sé 57 ár.

1.687 sjúk­lingar eru nú í eftir­liti Co­vid-göngu­deildar spítalans, þar af 519 börn. Frá 30. júní síðast­liðnum, eða upp­hafi fjórðu bylgju far­aldursins, hafa verið 193 inn­lagnir vegna CO­VID-19 á Land­spítala.

Mikill fjöldi kórónu­veiru­smita hefur greinst hér á landi undan­farnar vikur. Líf­töl­fræðingurinn Thor Aspelund sagði þó í kvöld­fréttum RÚV í gær­kvöldi að toppi bylgjunnar sem nú ríður yfir sé ekki náð. Hann sagðist þó hafa trú á því að árangur hertra sótt­varnar­að­gerða hér á landi myndi sjást í lok næstu viku með fækkandi smitum.