21 einstaklingur greindist með COVID-19 smit innanlands í gær. 13 voru í sóttkví en átta ekki. Þá eru 193 í einangrun og er það fjölgun um 17 frá því í gær. Í sóttkví eru 618 og fjölgar um 90 milli daga. 660 eru í skimunarsóttkví.

Nýgengni innanlandssmita er nú 36, það er fjöldi smita á hverja hundrað þúsund íbúa síðastliðnar tvær vikur. 1353 sýni voru tekin í gær.

Í fyrradag greindust tuttugu innanlands. Hafði þá daglegur fjöldi ekki verið meiri síðan þann 10. nóvember síðastliðinn. Þá var aðeins tæpur helmingur í sóttkví. 176 voru í einangrun með COVID-19 og 528 í sóttkví. 42 voru á sjúkrahúsi og þar af tveir á gjörgæslu og eru þær tölur óbreyttar.