Alls greindust 21 einstaklingar með Covid-19 innanlands síðastliðinn sólarhring og voru 18 í sóttkví við greiningu. Þrír voru því utan sóttkvíar. Um er að ræða fækkun smita frá því í gær þegar 27 greindust með veiruna en ekki höfðu fleiri smit greinst innanlands á einum sólarhring síðan þriðja nóvember á síðasta ári.

Alls eru nú 113 í einangrun með virkt smit og 517 í sóttkví en þeim hefur fjölgað töluvert frá því í gær. 827 eru í skimunarsóttkví. Einn útskrifaðist af spítala í gær og eru því tveir inniliggjandi vegna Covid-19.

Þá reyndist aðeins einn farþegi jákvæður fyrir veirunni og er beðið er eftir niðurstöðu mótefnamælingu í hans tilfelli. Tekin voru 403 sýni á landamærunum í gær.

Fjölmargir greindust með veiruna síðastliðna helgi þar sem smit voru meðal annars rakin til leikskólans Jörfa í Reykjavík og voru fæstir í sóttkví við greiningu. Smitin mátti rekja til sóttkvíarbrots á landamærunum.

Rík­is­stjórn­in fund­ar nú í ráð­herr­a­bú­staðn­um við Tjarn­ar­göt­u líkt og venj­an er á þriðj­u­dög­um. Fund­­ur­­inn stendur vænt­­an­­leg­­a yfir fram að há­­deg­­i en dag­­skrá hans verð­­ur birt að hon­­um lokn­­um.

Ekki er því ljóst hvort ver­ið sé að ræða nýj­ar að­gerð­ir vegn­a COVID-19 far­ald­urs­ins sem ver­ið hef­ur í mik­ill­i sókn und­an­farn­a daga en létt var á sam­kom­u­tak­mörk­un­um á fimmt­u­dag.