Alls greindust 204 smit í gær, af þeim voru 194 innanlands. Yfir tvö þúsund manns eru í sóttkví á landinu og um 1.700 í sóttkví. Af þeim eru 558 börn í einangrun. Flest, eða 372, eru á aldrinum 6 til 12 ára.

Í dag liggja 22 einstaklingar vegna Covid á Landspítala. Af þeim eru 18 með virkt smit, 14 eru á smitsjúkdómadeild, þrír eru á gjörgæslu og allir í öndunarvél og einn einstaklingur er á geðdeild.

Tíu smit greindust á landamærunum. Af þeim voru allir bólusettir nema einn.

Tekin voru yfir fimm þúsund sýni í gær sem er verulegur fjöldi miðað við dagana á undan.

Um helmingur þeirra sem greindist eru fullbólusett og um helmingur sem greindist var í sóttkví við greiningu.

Það eru smit í öllum landshlutum en flestir, að vanda á höfuðborgarsvæðinu. Á Suðurnesjum og á Norðurlandi eystra er talsverður fjöldi líka.

Fréttin hefur verið uppfærð.