Talí­banar hafa heimilar 200 er­lendum ríkis­borgurum að fara frá Afgan­istan með leigu­flugi. Flugin verða með fyrstu al­þjóð­legu flugunum sem fara frá flug­vellinum í Kabúl frá því að her­námi Banda­ríkjanna lauk í Afgan­istan í síðasta mánuði. Er­lendu ríkis­borgararnir eru bæði Banda­ríkja­menn og frá öðrum löndum. Ekki er ljóst hvort um ræðir fólk sem voru stranda­glópar í borginni Mazar-i-Sharif eftir að einka­flug­vélum þeirra var meinað að fljúga frá landinu.

Áhyggjur af mannréttindum

Ný ríkis­stjórn Talí­bana heimilaði flugið á sama tíma og á­hyggjur aukast um skert mann­réttindi íbúa en síðustu daga hefur verið greint frá harka­legum við­brögðum Talí­bana við mót­mælum kvenna.

Greint er frá á Guar­dian.