Ís­lensk erfða­greining hefur nú lokið við að prófa sýni­tökupinna sem fyrir­tækið Össur átti á lager og niður­staðan er sú að pinnarnir séu vel not­hæfir. Þetta kemur fram í til­kynningu frá Ís­lenskri erfða­greiningu. Fyrsta gæða­­próf Ís­­lenskrar erfða­­greiningar í gær á sýna­tökupinnum sem út­vegaðir voru af ís­­lenska fyrir­­­tækinu Össuri, þóttu ekki gefa til­efni til bjart­sýni og var talið að pinnarnir virkuðu ekki sem skildi.

Mikið var í húfi en um er að ræða 20 þúsund pinna en mikill heims­skortur er á pinnum. Í til­kynningu frá Ís­lenskri erfiða­greiningu segir að gallar hafi verið á prófun í gær. Eftir að prófanir voru endur­teknar í dag voru niður­stöðurnar mark­tækar. Þá segir einnig í til­kynningunni:

„Ljóst er að pinnarnir sem eru 20.000 talsins leysa úr vandanum sem skortur á slíkum sýna­tökupinnum var að skapa og næstu daga verður aftur prófað af fullum krafti fyrir CO­VID 19 í Turninum í Kópa­vogi.“