Í dag má búast við norð­lægri átt og um 5 til 13 metrum á sekúndu. Hvassast verður á an­nesjum austan­lands en snýst smám saman í suð­aust­læga átt, 5-10 syðst. Hvassari norð­læg átt verður austan og suð­austan­lands á morgun. Víða þoku­loft vestan­til á landinu í fyrstu, annars skýjað með köflum eða bjart­viðri. Búast má við dá­lítilli súld eða rigningu norðan og austan­lands. Hiti verður á bilinu 7 til 14 stig norð­austan­til en á bilinu 14 til 23 stig. Hlýjast verður á Suður­landi.

Í hug­leiðingum veður­fræðings kemur fram að þokan sem hefur verið við­loðandi landið í nótt létti lík­lega þegar líður á daginn. Þar segir enn fremur að enn sé mikið hæðar­svæði á milli Ís­lands og Græn­lands og því sé lík­legt að hita­stig nái allt að 20 gráðum í inn­sveitum á Vestur­landi og upp­sveitum á Suður­landi.

Enn varað við hættu á gróðureldum

Ekki er út­lit fyrir úr­komu á vestan­verðu landinu næstu daga og því í­trekar veður­fræðingur mikil­vægi þess að fara var­lega með eld vegna hættu á gróður­eldum.

Veður­horfur á landinu næstu daga

Á laugar­dag:
Austan 5-10 m/s. Dá­lítil rigning suð­austan­lands, en bjart með köflum á vestur­helmingi landsins með líkum á skúrum síð­degis. Hiti frá 8 stigum austast, upp í 20 stig á Vestur­landi.

Á sunnu­dag:
Hæg aust­læg átt og víða skýjað, en bjart veður vestan­til á landinu. Hiti 12 til 18 stig, en svalara austan­lands og á an­nesjum fyrir norðan.

Á mánu­dag (lýð­veldis­dagurinn):
Norðan 3-8 og dá­lítil rigning með köflum, en létt­skýjað sunnan- og suð­vestan­til á landinu. Hiti 10 til 18 stig yfir daginn, en svalara um norðan- og austan­vert landið.

Á þriðju­dag og mið­viku­dag:
Út­lit fyrir aust­læga átt og dá­litila rigningu með köflum sunnan­lands, en norðan­átt og lítils háttar vætu fyrir norðan. Kólnar lítið eitt.

Hægt er að kynna sér veður­spá á heima­síðu Veður­stofu Ís­lands.