Alls greindust 20 kórónu­veiru­smit hér á landi í gær og hafa þau ekki verið færri frá 16. Septem­ber. Þetta kemur fram í tölum sem birtust á vefnum CO­VID.is klukkan 11. Tólf ein­staklingar voru í sótt­kví við greiningu en átta voru utan sótt­kvíar. Nokkuð færri sýni voru tekin í gær en undan­farna daga.

Fjögur smit greindust á landa­mærunum en beðið er eftir niður­stöðum mót­efna­mælingar úr þeim öllum. Tvö virk smit greindust á landa­mærunum í gær.

Fjórir ein­staklingar eru nú á sjúkra­húsi með CO­VID-19 og einn er á gjör­gæslu sam­kvæmt upp­færðum upp­lýsingum í morgun. Alls eru 455 ein­staklingar í ein­angrun vegna CO­VID-19 og tæp­lega 1.900 manns eru í sótt­kví.