Dóm­stóll í Bangla­dess hefur dæmt 20 há­skóla­nema til dauða fyrir morð á ungum manni árið 2019. Fórnar­lamb hinnar grimmi­legu á­rásar, hinn 21 árs gamli Abrar Fahad, hafði gagn­rýnt stjórn­völd á sam­fé­lags­miðlum.

Lík Fahad fannst í her­bergi hans á heima­vist Verk­fræði- og tækni­há­skólans í Dhaka, en nokkrum klukku­stundum áður hafði hann skrifað færslu á Face­book þar sem fram kom hörð gagn­rýni á Sheikh Hasina, for­sætis­ráð­herra Bangla­dess.

Á­rásin var hrotta­fengin en grunur leikur á að hann hafi sætt pyntingum áður en hann lést. Faðir Fahads segist á­nægður með mála­lyktir og kveðst vona að mennirnir verði teknir af lífi sem fyrst.

Auk hinna 20 sem fengu dauða­dóm voru fimm aðrir dæmdir í lífs­tíðar­fangelsi fyrir aðild að morðinu. Allir voru þeir á aldrinum 20 til 22 ára þegar morðið var framið.

Verj­endur mannanna segja að dómunum verði á­frýjað og hafa þeir gagn­rýnt hvernig dóm­stólar tóku á málunum. Sannanir hafi skort gegn mörgum þeirra sem voru dæmdir.

Í frétt International Business Times kemur fram að dauða­refsingar séu al­gengar í Bangla­dess og sitja mörg hundruð fangar á dauða­deild í landinu. Án undan­tekninga er dauða­refsingum fram­fylgt með hengingu.