Tuttugu og fjögurra manna hópur fór í göngu­skíða­ferð til Mý­vatns daginn áður en sam­komu­bann var sett á lag­girnar þann 13. mars síðast­liðinn. Áður en vikan var á enda voru 20 af skíða­görpunum af 24 greind með CO­VID-19 smit.

Helga Arnar­dóttir ræðir við hópinn í gegnum allt CO­VID-19 veikinda­ferlið í hlað­varpinu Lifum lengur. Hluti hópsins var hátt í 20 daga í veikindunum.

Hópurinn kom heim á sunnu­dags­kvöldi en á þriðju­degi og mið­viku­degi fundu nokkrir úr hópnum til flensu­ein­kenna. Helgi Jóhannes­son 56 ára lög­maður og Andrea Sigurðar­dóttir 32 ára við­skipta­fræðingur voru í þessum hóp og lögðust þau bæði í flensu 2-3 dögum eftir heim­komu.

Engan í hópnum grunaði hvað væri í vændum þegar lagt var af stað í ferðina en allt gekk að óskum. Allir sváfu í sitt­hvoru her­berginu og borðuðu saman í mat­salnum en að öðru leyti var ekki mikil nánd í hópnum að frá­talinni hóp­mynd í jarð­böðunum.

Hvorki er vitað hvar fólkið smitaðist né hver smit­berinn var.