Alls reyndust ní­tján sýni vera já­kvæð af þeim 1800 sýnum sem Ís­lensk erfða­greining hefur greint til þessa. Í heildina hafa verið tekin 3087 sýni í Þjónustu­mið­stöð rann­sóknar­verk­efna í Turninum í Kópa­vogi og fleiri bætast sí­fellt í hópinn.

Enn bendir allt til þess að innan við eitt prósent al­mennings hafi sýkst af CO­VID-19 og að­gerðir heil­brigðis­yfir­valda séu að bera árangur að mati sér­fræðinga Ís­lenskrar erfða­greiningar. Gert er ráð fyrir að um þúsund niður­stöður til við­bótar verði til­búnar í kvöld, og greind sýni verði þá alls 2800.

Mörg þúsund bíða eftir skimun

Yfir fjór­tán þúsund manns hafa nú þegar skráð sig í skimum fram til 27. mars. Upp­bókað er næstu daga en búast má við að ein­hverjir tímar muni losna þegar af­bókanir berast.

Þrjú já­kvæð sýni hafa þegar verið rað­greind, upp­runi eins þeirra er úr mann­eskju sem var að koma frá vestur­strönd Banda­ríkjanna og er af tegundinni S sem er upp­runa­lega veiran frá Asíu. Hin sýnin reyndust lítil­lega stökk­breytt og af gerðinni L, sem er al­gengari í Evrópu. Von á er 100 sýnum til við­bótar úr rað­greiningu á morgun.