Eitt barn í Hval­eyrar­skóla í Hafnar­firði var greint með kórónu­veiruna í tengslum við þau smit hælis­leit­enda sem greint var frá fyrr í dag. Í skólanum er sér­stök deild, Bjarg, þar sem tekið er á móti börnum sem leitað hafa verndar á Ís­landi.

Anna Rós Bergs­dóttir, deildar­stjóri Bjargs, stað­festir þetta í sam­tali við Frétta­blaðið. Hún, einn annar starfs­maður og einn bekkur skólans hafa í kjöl­farið verið send í sótt­kví. Á­ætlað er að þau fari í seinni skimum á þriðju­dag og þau sem greinast nei­kvæð geta þá snúið aftur í skólann næsta mið­viku­dag.

„Það greindist eitt barn og bekkurinn fór í sótt­kví á­samt tveimur starfs­mönnum. Það eru 16 börn,“ segir Anna Rós.

Hún segir að málið sé í ferli og þau séu í góðu sam­starfi við al­manna­varnir.

„Það er ó­breytt skóla­hald því það er kennt í hólfum. Það kemur vel út núna og við eigum í góðri sam­vinnu við al­manna­varnir,“ segir Anna Rós.