Erlent

18 ára drengur réðst á Madsen í fangelsi

​Átján ára drengur réðst að Peter Madsen í fangelsi á miðvikudaginn síðasta. Hann hefur verið ákærður fyrir líkamsárás. Lögreglan hefur ekki gefið upp ástæða átakanna en rannsakar nú málið. Madsen hefur óskað eftir því að vera fluttur um fangelsi.

Madsen var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á Kim Wall. Hann hefur áfrjýjað dómi sínum.

Átján ára drengur réðst að Peter Madsen í fangelsi á miðvikudaginn síðasta. Hann hefur verið ákærður fyrir líkamsárás samkvæmt frétt dönsku síðunnar DR.dk.

Verjandi Madsen, Betina Hald Engmark, staðfesti í sms skilaboðum að ráðist hefði verið á hann í fangelsinu og að í lagi væri með hann. Lögreglan í South Sealand og Lolland-Falster  rannsakar nú árásina en hefur þó ekki staðfest að um Madsen sé að ræða, aðeins að árás hafi átt sér stað í fangelsinu.

Lögreglufulltrúinn Kim Kliver staðfesti að til átaka hefði komið á milli tveggja fanga og að 47 ára gamall fangi hefði verið færður á slysadeild í kjölfarið. Hann telur líklegt að hann verði ákærður fyrir væga líkamsárás. Hann sagði lögregluna hafa sínar grunsemdir um ástæðu átakanna en vildi ekkert gefa upp um hana við fjölmiðla.

Verjandi Madsen segir hann hafa óskað eftir því vera færður í annað fangelsi.

Verjandi Madsen Betina Hald Engmark við uppkvaðningu dómsins yfir Madsen í apríl

Áfrýjaði lengd dómsins

Í dag er nákvæmlega ár síðan Peter Madsen myrti Kim Wall og misnotaði kynferðislega um borð í kafbát sínum. Hann var í apríl dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir brotin. . Dómarar í málinu töldu framburð Madsens hafa verið óstöðugan og ótrúverðugan, og dæmdu hann því til þyngstu fangelsisrefsingar sem völ er á.

Madsen var ákærður fyrir morðið þann 16. janúar síðastliðinn. Hann hefur aldrei játað verknaðinn en viðurkennir hins vegar að hafa bútað lík hennar í sundur, og hefur frá handtöku breytt framburði sínum í þrígang. Dómnum þótti skýringar Madsen ótrúverðugar og taldi hann hafa framið morðið að yfirlögðu ráði. Madsen hefur áfrýjað lengd dómsins og verður áfrýjunin tekin fyrir í september.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Erlent

Madsen áfrýjar dómnum

Erlent

Lífstíðardómur fyrir morðið á Kim Wall

Erlent

Lýst sem kynferðislega brengluðum lygara

Auglýsing

Nýjast

Verja þurfi „frek­lega blekkta neyt­endur“

Skárust í leikinn í slags­málum við Mela­skóla

„Hags­munum land­búnaðarins fórnað fyrir heild­sala“

Þykir frum­­varp um inn­flutning fela í sér upp­­­gjöf

Komin með um­boð til að slíta við­ræðum

Óska eftir vitnum að líkams­á­rásinni á gatna­mótunum

Auglýsing