Alls greindust 17 smit innan­lands í gær. Átta voru ekki í sótt­kví. Á landa­mærunum greindust sex smit og bíða fimm af þeim mót­efna­mælingar.

Ekki eru birtar nýjar tölur á vef co­vid.is um helgar eða á frí­dögum en í dag er sumar­dagurinn fyrsti. Sam­kvæmt upp­lýsingum frá Hjör­dísi Guð­munds­dóttur, upp­lýsinga­full­trúa al­manna­varna, voru tekin alls 1.923 sýni innan­lands og 224 á landa­mærunum.

Tals­verður fjöldi smita hefur greinst í vikunni eftir að hóp­sýking kom upp á leik­skólanum Jörfa í kjöl­far þess að ein­stak­lingur braut á sótt­kví og ein­angrun.

Alls er nú búið að full­bólu­setja rúm­lega 32 þúsund ein­stak­linga og hafa rúm­lega 80 þúsund fengið að minnsta kosti einn skammt.

Í nótt voru samþykkt á Alþingi ný lög sem heimila yfirvöldum að skylda ákveðna hópa á farsóttarhús auk þess sem bann er lagt við ónauðsynlegum ferðum erlendis.