Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu stöðvaði 17 ára pilt á Kringlu­mýrar­braut á ellefta tímanum í gær­kvöldi. Bif­reið hans mældist á 157 kíló­metra hraða en þarna er 80 kíló­metra há­marks­hraði.

Að sögn lög­reglu var öku­maðurinn færður á lög­reglu­stöð þar sem hann var sviptur öku­réttindum til bráða­birgða. Var málið af­greitt með að­komu föður piltsins og til­kynningu til Barna­verndar.

Sam­kvæmt sektar­reikni lög­reglunnar á öku­maðurinn ungi von á 250 þúsund króna sekt en auk þess verður hann sviptur öku­réttindum í þrjá mánuði.

Til­tölu­lega ró­legt var í um­dæmi lög­reglunnar á höfuð­borgar­svæðinu í gær­kvöldi og í nótt. Einn öku­maður var stöðvaður á Hring­braut skömmu eftir mið­nætti fyrir notkun far­síma við akstur. Þá voru tveir öku­menn stöðvaðir í nótt vegna gruns um akstur undir á­hrifum fíkni­efna.