17 ára dreng var neitað um að­hlynningu á bráða­mót­töku í Kali­forníu í vikunni vegna þess að hann var ekki með sjúkra­tryggingu. Drengurinn lést skömmu síðar og var talið að hann hafi verið sýktur af kóróna­veirunni.


Borgar­stjórinn í Lan­ca­ster í Kali­forníu, R. Rex Par­ris, birti mynd­band af sér á Youtu­be á mið­viku­daginn þar sem hann á­varpaði borgar­búa og bað þá að taka kóróna­veirufar­aldrinum al­var­lega og halda sig eins mikið heima fyrir og hægt væri. Þar ræddi hann and­lát drengsins.


„Á föstu­daginn áður en hann lést var hann alveg heil­brigður,“ sagði Par­ris. „Á mið­viku­daginn var hann svo látinn.“


Hann sagði þá að drengurinn hafi ekki verið með sjúkra­tryggingu og því verið neitað um að­stoð á bráða­mót­töku sem er í einka­eigu á svæðinu. Starfs­menn hennar hafi sent hann út og sagt honum að fara á sjúkra­hús í ríkis­eigu.


„Á leiðinni á sjúkra­húsið fór hann í hjarta­stopp. Þeim tókst að endur­lífga hann og halda honum á lífi í um sex klukku­stundir en það var of seint,“ hélt borgar­stjórinn á­fram.


Þrátt fyrir að borgar­stjórinn hafi sett dauða drengsins í þetta sam­hengi við heims­far­aldurinn hafa heil­brigðis­yfir­völd í Los Angeles gefið út að ekki sé vitað um dánar­or­sök drengsins eða hvaða ein­kenni hann hafi sýnt ná­kvæm­lega áður en hann lést. Málið er nú í rann­sókn.


Stað­fest kóróna­veiru­smit eru nú orðin fleiri en hundrað þúsund í Banda­ríkjunum en hvergi annars staðar hafa fleiri greinst með veiruna. Á­standið er verst í New York fylki en þar hefur um þriðjungur smitanna greinst.


Frétt In­dependent um málið.