Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu hafði í nægu að snúast í gær­kvöldi og í nótt en meðal verk­efna voru hrað­akstur, akstur undir á­hrifum, og slys.

Tveir öku­menn sem voru að­eins sau­tján ára gamlir voru stöðvaðir af lög­reglu í nótt fyrir hrað­akstur. Annar þeirra var stöðvaður í Ár­túns­brekku klukkan hálf eitt í nótt en hann var á 146 kíló­metra hraða þar sem leyfi­legur há­marks­hraði var 80 kíló­metrar á klukku­stund.

Hinn var stöðvaður á Miklu­braut á öðrum tímanum í nótt en sá var á 160 kíló­metra hraða þar sem há­marks­hraði er 80 kíló­metrar. Var hann fluttur á lög­reglu­stöð og sviptur öku­réttindum til bráða­birgða. For­ráða­mönnum og Barna­vernd var til­kynnt um málið í báðum til­fellum.

Gaf upp nafn og kennitölu annars manns

Sam­kvæmt dag­bók lög­reglu voru sjö öku­menn til við­bótar stöðvaðir í gær­kvöldi og nótt þar sem öku­menn voru grunaðir um akstur undir á­hrifum á­fengis eða fíkni­efna eða akstur sviptur öku­réttindum.

Í einu til­felli var öku­maður stöðvaður í mið­borginni grunaður um akstur undir á­hrifum á­fengis og fíkni­efna, og í­trekaðan akstur sviptur öku­réttindum. Þá var hann grunaður um rangar sakar­giftir en hann gaf upp nafn og kenni­tölu annars manns þegar hann var spurður um per­sónu­upp­lýsingar.

Fluttir á bráðadeild eftir rafskútuslys

Tvö slys þar sem rafs­kútur komu við sögu voru einnig skráð í dag­bók lög­reglu en í báðum til­fellum var um ein­stak­linga á leigu­hjólum að ræða. Fyrra slysið átti sér stað skömmu fyrir klukkan 11 í gær­kvöldi við Foss­vog en maður hafði þar fallið af hjólinu og fengið skurð á nef sem mikið blæddi úr.

Hitt slysið var til­kynnt á fjórða tímanum í nótt en þar hafði sjáan­lega ölvaður maður sagst hafa dottið af hjólinu. Hann fékk skurð á höku og á­verka á úln­lið, og taldi hann vera brotinn. Báðir menn voru fluttir á bráða­deild til að­hlynningar.