Alls greindust 30 manns með CO­VID-19 kóróna­veiruna hér á landi síðast­liðinn sólar­hring og eru því stað­­­­­fest smit orðin 1616 talsins. Þetta kemur fram í nýjustu tölum sem birtar voru á vef land­­­­­læknis­em­bættisins og al­manna­varna­­­­­deild ríkis­lög­­­­­reglu­­­­­stjóra rétt í þessu.

Um er að ræða fjölgun smita frá því í gær, þegar að­eins 24 greindust með veiruna. Fyrir utan gær­daginn þarf þó að leita rúm­lega tvær vikur aftur í tíman til að finna færri smit á einum sólar­hring.

Þór­ólfur Guðna­son greindi frá því í gær að næstu dagar myndu skera úr um hvort toppnum á far­aldrinum væri náð á landinu.

Fimm prósent þjóðarinnar í sóttkví


39 ein­staklingar liggja nú inni á sjúkra­húsi vegna sjúk­­­­­dómsins, þar af eru tólf al­var­­­lega veik á gjör­­­­­gæslu á Land­spítalanum og einn illa haldin á Sjúkra­húsi Akur­eyrar. Sjö þeirra er haldið í öndunar­­­­­vél.

Rúm­lega fjögur þúsund manns sæta nú sótt­kví og hafa tæp­lega fjór­tán þúsund manns lokið sótt­kví á síðustu vikum. Um fimm prósent þjóðarinnar eru í sótt­kví eða hafa verið í sótt­kví, sem þykir hátt hlut­fall á heims­vísu.

633 ein­staklingar hafa náð sér að fullu eftir að hafa smitast af sjúk­­dómnum.