Þrjú sýni reyndust já­kvæð fyrir kóróna­veirunni við landa­mærin í gær. Að minnsta kosti eitt þeirra er gamalt og því ekki virkt. Beðið er eftir mót­efna­mælingu hinna tveggja.

Engin innan­lands­smit hafa greinst síðan annan júlí þegar þrír ein­staklingar greindust með veiruna. Alls eru sex­tán með virk smit og í ein­angrun. 274 eru í sótt­kví sem er tölu­verð fækkun frá því í gær þegar 441 ein­stak­lingur var í sótt­kví á landinu.

Aldrei hafa jafn­mörg sýni verið tekin við landa­mæra­skimun frá því skimun hófst þann 15. Júní. Í heildina voru sýnin 1.794 talsins. 151 sýni var tekið á sýkla- og veiru­fræði­deild Land­spítalans.