16 kórónu­veiru­smit hafa greinst á Reyðar­firði. Í gær voru tæp­lega 200 manns í sótt­kví Austur­landi og gæti þeim fjölgað þegar sýna­tökur liggja fyrir. Frá þessu var greint í há­degis­fréttum RÚV.

Jón Björn Hákonar­son, bæjar­stjóri Fjarða­byggðar, segir að staðan eftir sýna­töku gær­dagsins er sú að þrjú ný smit hafa komið fram. Smitrakning sé í gangi.

Bæjar­stjórinn hrósar Reyð­firðingum fyrir við­brögðin, enda góð mæting í sýna­töku. Í ljós kemur hvernig skóla­haldi verður háttað eftir helgi.

Smitin greindust síðustu þrjá daga. Á milli fimm til sex­hundruð sýni hafa verið tekin en Jón segir að seinni hluta í gær hafi um 190 manns í sótt­kví. Þeim mun lík­lega fjölga í dag. Hann segist vonast til þess að með þessum sýna­tökum takist að ná utan um smitin.