Stór hluti utan­kjör­fundar­at­kvæða­seðla í Garðabæ var merktur flokkum sem ekki voru í fram­boði. Um­boðs­maður Garðar­bæjar­listans lagði fram bókun við endur­talningu og vakti athygli á því og sagði að það kæmi því til álita að þessi atkvæði yrðu talin G-lista en for­maður kjör­stjórnar segir ó­ger­legt að gera það.

Endur­talning atkvæða í Garðabæ fór fram í dag. Niðurstaða hennar var sú að at­kvæða­fjöldinn skiptist með ná­kvæm­lega sama hætti milli flokka í endur­talningunni og í upp­haf­legri talningu.

„Við fengum ná­kvæm­lega sömu tölu og fram­boðin fengu ná­kvæm­lega sömu tölu. Það var ná­kvæm­lega sama niður­staða,“ segir for­maður kjör­stjórnar, Soffía Ey­dís Björg­vins­dóttir og að það sé stað­festing á góðum vinnu­brögðum í kjöl­far kosninganna.

Ég veit ekki hvort kjós­endur rugluðust

Alls voru ó­gildir 40 seðlar og var meiri­hluti þeirra frá utan­kjör­fundar­at­kvæða­greiðslu. Á­stæða þess að þeir voru ó­gildir var, meðal annars, að ein­hverjir þeirra voru stimplaðir með stimplum flokka sem ekki voru í fram­boði í Garða­bæ, eins og S, V og P en Garða­bæjar­listinn saman­stendur af fólki úr Sam­fylkingunni, Pírötum og Vinstri grænum.

„Ég veit ekki hvort kjós­endur rugluðust því það standa auð­vitað nokkrir flokkar að Garða­bæjar­listanum en þeir eru ekki í fram­boði í Garða­bæ. Þetta er Garða­bæjar­listinn, sem er ekki að bjóða fram í fyrsta sinn,“ segir Soffía.

Um­boðs­maður Garða­bæjar­listans lagði fram bókun á fundi í kjöl­far endur­talningar þar sem þau vakin var athygli á málinu og sagði að það kæmi til álita að flokka þessi atkvæði með G-listanum sem hefðu verið merkt með þessum hætti en Soffía segir ó­ger­legt að taka þá gilda.

„Þetta er nokkuð skýrt að þessir seðlar eru ó­gildir. For­dæmi og fram­kvæmd hefur alltaf verið þannig og lögin gefa okkur ekkert svig­rúm til að túlka þetta öðru­vísi,“ segir Soffía.

Ekkert hægt að túlka kjörseðla

Odd­viti listans, Þor­björg Þor­valds­dóttir, segir að bókunin hafi verið lög fram til að vekja at­hygli á fram­kvæmdinni í Holta­görðum og að þessi niður­staða gæti kallað á að það sé skýrara við utan­kjör­fundar­at­kvæða­greiðslu hvaða flokkar eru í fram­boði í hvaða sveitar­fé­lagi en í Holta­görðum, þar sem utan­kjör­fundar­at­kvæða­greiðsla fór fram, var kosið fyrir allt höfuð­borgar­svæðið og því stimplar þar fyrir öll fram­boð í boði á því svæði.

„Það sýnir nauð­syn þess að það sé ein­hver skrá með þeim listum sem eru í fram­boði í hverju sveitar­fé­lagi. En kjör­seðlar eiga ekki að bjóða upp á túlkun þannig við unum þessari niður­stöðu og fögnum því að endur­talning hafi leitt sömu niður­stöðu í ljós,“ segir Þor­björg að lokum.

Yfir­kjör­stjórn Garða­bæjar hefur sam­þykkt endur­talninguna en Garða­bæjar­listinn fór fram á endur­talninguna vegna þess hve litlu munaði á at­kvæða­fjölda en að­eins munaði tólf at­kvæðum að þau næðu inn sínum þriðja manni á kostnað sjöunda manns Sjálf­stæðis­flokksins.

Í til­kynningu á vef bæjarins kemur fram að endur­talningin hafi farið fram í fundar­sal Sveina­tungu við Garða­torg 7 og að við­staddir hafi verið um­boðs­menn allra fram­boða í Garða­bæ. Bæði var farið yfir flokkun at­kvæða og hvert at­kvæði talið upp á nýtt.

Hér er að finna frétt á vef bæjarins um endurtalninguna.

Fréttinni hefur verið breytt. Garðabæjarlistinn óskaði ekki eftir því að atkvæðin yrði talin með heldur vakti máls á fjölda ógildra atkvæða sem voru merkt S, V og P og sagði að það kæmi til álita að þessi atkvæði yrðu talin G – lista. Uppfærð 18.5.2022 klukkan 21:39.