Arturas Leimontas, var í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir að hafa orðið landa sínum frá Litháen að bana í Úlfarsárdal í desember 2019. Rúv greinir frá.

Leimontas var ákærður fyrir að hafa kastað Egidijus Buzelis, 58 ára fram á svölum á þriðju hæð fjölbýlishúss við Skyggnisbraut í desember 2019.

Verjandi Leimontas, sem er á sextugsaldri, sagði dómnum verða áfrýjað til Landsréttar. Verjandinn krafðist sýknu þar sem sakirnar væru ósannaðar. Buzelis hefði ggetað fallið fram af svölunum af öðrum völdum en að honum hefði verið hrint eða kastað. Atburðarásin var óskýr að mati dómsins sem sleppti Leimontas úr gæsluvarðhaldi eftir einn og hálfan mánuð.

Niðurstaða sérfræðinga eftir umfangsmikla rannsókn var hins vegar að Buzelis hefði sennilega verið kastað eða hrint af afli fram af svölunum.

Vettvangurinn var meðal annars sviðsettur. Verkfræðiprófessor var m.a. fenginn til að meta líkindin, Var til dæmis brúðu í mannslíki, sem líktist hinum látna að hæð og þyngd, kastað úr sömu hæð og fram af jafn háu handriði og atburðurinn tekinn upp með nokkrum myndavélum.