Ekki hafa verið færri leitar­beiðnir að börnum hjá lög­reglunni að höfuð­borgar­svæðin frá því 2015. Alls voru 158 leitar­beiðnir í fyrra en árið á undan, 2020, voru þær 208. Það er því um­tals­verð fækkun. Fjallað er um málið í Morgun­blaðinu í dag og rætt við Guð­mund Fylkis­son, lög­reglu­mann, sem hefur sinnt þessu verk­efni frá því árið 2015.

Fram kemur í frétt Morgun­blaðsins að alls voru leitar­beiðnirnar í 93 skipti vegna stúlkna og 65 vegna drengja. Að baki beiðnanna voru þó 52 börn, 25 stúlkur og 27 piltar sem voru fædd á bilinu 2003 til 2009.

Guð­mundur sagði í við­tali við Frétta­blaðið á síðasta ári að ekki eigi öll börnin við fíkni­vanda að stríða heldur eigi þau sum við hegðunar­vanda að stríða eða að þau glími við and­leg veikindi.

„Ef þetta er að breytast og þeim sem glíma við and­­leg vanda­­mál er að fjölga, þá getur það orðið vanda­­mál því það getur verið erfiðara að eiga við það en börn með fíkni­vanda. Þetta er ekki alveg klippt og skorið en ég hef ekki stórar á­hyggjur af fjölda leitar­beiðna,“ sagði hann þá.