Icelandair hefur boðið far­þegum sínum sem eiga flug næsta föstu­dag að endur­bóka sig en veður­við­varanir eru í gildi fyrir föstu­daginn þar sem spáð er að djúp lægð gangi yfir landið. Enn sem komið er hefur flug­ferðum ekki verið af­lýst en það er til skoðunar.

„Við eigum bara eftir að fara yfir þær spár sem hafa verið gefnar út og hvaða á­hrif það hefur á rekstur okkar,“ segir Guð­jón Helga­son, upp­lýsinga­full­trúi Isavia, í sam­tali við Frétta­blaðið og bætir við að það séu flug­fé­lögin sem taka á­kvörðun um hvað verður gert í fram­haldinu.

Taka ákvörðun um flugáætlun í dag eða á morgun

Að­spurð um á­hrif veðursins á flug­á­ætlun Icelandair segir Ás­dís Ýr Péturs­dóttir að verið sé að fylgjast vel með. „Við erum að taka reglu­lega stöðu­fundi og við munum væntan­lega taka á­kvörðun seinni partinn í dag eða í fyrra­málið og þá munum við senda eitt­hvað frá okkur,“ segir Ás­dís í sam­tali við Frétta­blaðið.

Í til­kynningu Icelandair til far­þega í gær kemur fram að far­þegar á leið til Banda­ríkjanna eða Kanada geti flýtt eða seinkað flugi sínu þeim að kostnaðar­lausu.

„Við buðum far­þegum í gær að endur­bóka sig, sem sagt þá sem eiga flug á föstu­daginn. Þetta er svona fyrir­byggjandi að­gerð og það hafa alveg 1500 far­þegar nýtt sér þetta,“ segir Ás­dís.