Vegna fjölgunar inn­lagna og vaxandi þunga í eftir­liti CO­VID-19-göngu­deildar hefur við­búnaður á smit­sjúk­dóma­deild A7 á Land­spítalanum verið aukinn.

Þetta kemur fram í til­kynningu við­bragðs­stjórnar og far­sótta­nefndar Land­spítalans.

Búast má við því að fyrir­huguðum að­gerðum á Land­spítalanum í Foss­vogi verði frestað vegna röskunar á starf­semi spítalans og þeir sem bíða slíkra að­gerða mega búast við sím­tali þess efnis með stuttum fyrir­vara.

Er þetta vegna ein­angrunar og sótt­kvíar starfs­fólks, en fram kemur að 35 starfs­menn séu nú í ein­angrun og 177 í sótt­kví.

Þá er gert ráð fyrir því að um 150 starfs­menn Land­spítalans í Foss­vogi verði skimaðir fyrir veirunni í dag.

Eins og fram kom í morgun greindust 20 smit hér á landi í gær. Að því er fram kemur á vef Land­spítalans eru 464 sjúk­lingar í eftir­liti CO­VID-19-göngu­deildar, fjórir sjúk­lingar eru inni­liggjandi vegna CO­VID-19 og einn er í öndunar­vél á gjör­gæslu­deild.