Fimmtán greindust með Covid-19 hér á landi síðastliðinn sólarhring, þrettán voru í sóttkví við greiningu eða tæplega 87%. Átta greindust í einkennasýnatöku en sjö í handahófsskimun.

Þrír reyndust smitaðir á landamærum í gær, tveir voru með virkt smit en beðið er eftir niðurstöðu mótefnamælingar vegna þess þriðja.

Alls er nú 224 í einangrun með virkt smit á landinu og 217 eru í sóttkví, en þeim fækkar frá því í gær þegar 318 voru í sóttkví.

Staðan á spítalanum er eins, en 52 eru inniliggjandi vegna Covid-19, þar af eru þrír á gjörgæsludeild.

Alls voru tek­in 750 sýni inn­an­lands en 229 á landa­mær­un­um í gær.

Nýgengi er nú 45,8 smit á hverja hundrað þúsund íbúa sem er það minnsta í Evrópu.