152 Covid-19 smit greindust í gær, þar af voru 149 innan­lands. Af þeim sem greindust voru 92 fullbólu­settir. Um 57 prósent smitaðra voru í sótt­kví við greiningu.

Þrjú smit greindust á landa­mærunum og voru tveir fullbólu­settir. Beðið er mótefnamælingar hjá tveimur.

Tekin voru um 3.000 sýni í gær.

21 sjúk­lingar liggja nú inni á Land­spítala vegna Co­vid-19, einum færri en í gær. Þrír eru á gjör­gæslu og tveir þeirra í öndunar­vél, sami fjöldi og í gær.

Alls eru 1.745 sjúk­lingar, þar af 555 börn, í Co­vid-göngu­deild spítalans.

Nánari upp­lýsingar má sjá í tölu­legum upp­lýsingum á co­vid.is.

Fréttin hefur verið uppfærð.