1456 manns greindust með veiruna innanlands í gær. Þetta kemur fram á upplýsingavef almannavarna, covid.is.

Þá greindust 211 manns á landamærunum. 56 prósent af þeim sem greindust innanlands voru í sóttkví, en 44 prósent voru utan sóttkvíar.

Þá eru 10.803 manns í einangrun en þeir voru 10.637 í gær. 13.689 manns eru í sóttkví og hefur líka fjölgað í þeim hópi, þeir voru 12.438 í gær. 269 manns eru í skimunarsóttkví.

Alls voru tekin 5331 einkennasýni í gær. 1795 sóttkvíarsýni voru tekin og 1164 manns voru skimaðir á landamærunum.

Nýgengni innanlandssmita, fjöldi smitaðra á hverja hundrað þúsund íbúa undanfarnar tvær vikur er nú 4.464. Hún var 4.423 í gær. Nýgengi landamærasmita er 399, samanborið við 371 í gær.

Í heildina hafa 54.579 manns nú greinst með kórónuveiruna sem veldur Covid-19 hér á landi, frá því að faraldurinn hófst í febrúar 2020. Því hafa fimmtán prósent Íslendinga greinst með veiruna. 44 eru látnir vegna Covid-19 hér á landi.

Fréttin hefur verið uppfærð.