Alls greindust 14 innanlandssmit síðastliðinn sólarhring hér á landi. Aðeins einn einstaklingur var utan sóttkvíar við greiningu. Um er að ræða fækkun frá því í gær þegar sextán greindust með veiruna.

Svo virðist sem faraldurinn sé í línulegum vexti hér á landi en 48 manns hafa greinst hér á landi síðastliðna þrjá daga. Það jákvæða er þó að svo virðist sem sífellt fleiri séu í sóttkví við greiningu.

38 sjúklingar eru inniliggjandi á sjúkrahúsi vegna sjúkdómsins og fækkar því um tvo milli daga. Tveir eru á gjörgæslu, samkvæmt upplýsingum á covid.is.

Þrír farþegar greindust á landamærunum einn með virkt smit og tveir með mótefni.

205 einstaklingar eru nú í einangrun með virkt smit hér á landi og bættist því einn í hópinn frá því í gær. Þá eru 670 í sóttkví og 971 í skimunarsóttkví á landinu.