Lyfja­stofnun hefur nú borist alls 137 til­kynningar vegna gruns um auka­verkanir í kjöl­far bólu­setningar gegn kórónu­veirunni.

Fram kemur í upp­færðum tölum á vef stofnunarinnar að 97 til­kynningar eru vegna bólu­efnis Comirnaty frá BioN­Tech/Pfizer og 40 til­kynningar vegna bólu­efnis lyfja­fyrir­tækisins Moderna.

Alls eru 9 til­kynningar taldar al­var­legar, þar af 8 vegna bólu­efnis Pfizer og ein vegna bólu­efnis Moderna.

Á www.bolu­efni.is er greint frá því að alls sé búið að bólu­setja 4.546 ein­staklingar og er hafin bólu­setning, það er sú fyrri, hjá 3.703 ein­stak­lingum. 137 sem hlut­fall af þeim sem hafa lokið bólu­setningu er um 3 prósent.

Hér að neðan má sjá tölu­legar upp­lýsingar um bólu­setningar sem upp­færðar eru reglu­lega á www.bolu­efni.is. Síðan er rekin af em­bætti land­læknis.