Síðasta sólarhring greindust 132 einstaklingar með Covid-19 smit, þar af 126 innanlands og sex á landamærunum.

Þetta kemur framá vef almannavarna, covid.is an athygli vekur að innanlandssmit og smit á landamærum eru talin saman.

Tæplega helmingur þeirra sem greindust með veirusýkinguna er óbólusettur eða 67 manns.

Inniliggjandi sjúklingum á Landspítalanum hefur fækkað um einn, eru 20 en voru 21 í gær en áfram eru fjórir á gjörgæslu.

Smitum hefur fækkað síðustu tvo daga en met var slegið 16. nóvember þegar alls 206 greindust innanlands.

Um 160.000 manns verða boðuð í örvun­ar­bólu­setn­ingu fyr­ir ára­mót. Örvunar­bólu­setning verður boðin öllum 16 ára og eldri þegar í það minnsta fimm mánuðir eru liðnir frá grunn­bólu­setningu.