Í gær greindust 134 með Covid-19. Af þeim voru sex á landamærunum og því 128 smit innanlands. Af þeim sem greindust voru 69 í sóttkví.

Þá segir í tilkynningu að alls séu núna 1.672 í einangrun og 2.076 í sóttkví.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra en vefur covid.is er ekki uppfærður um helgar og tölurnar sem eru birtar núna eru, eins og áður, bráðabirgðatölur og geta breyst.