Innlent

Ók á 126 kíló­metra hraða á Reykja­nes­braut

Lögreglan á Suðurnesjum hefur undanfarna daga stöðvað tíu ökumenn fyrir hraðakstur.

Einn ökumaður ók á 126 kílómetra hraða á klukkustund. Hann greiddi sekt sína á staðnum. Fréttablaðið/Eyþór

Undanfarna daga hafa tíu ökumenn verið kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni að sá sem ók hraðast hafi verið á 126 kílómetra hraða á Reykjanesbrautinni en þar er aðeins 90 kílómetra hámarkshraði, Ökumaðurinn greiddi sektina á staðnum sem var rúmlega 86 þúsund krónur.

Þá voru skráningarnúmer fjarlægð af fimm bifreiðum sem voru annað hvort óskaðaðar eða ótryggar og einhverjir ökumenn teknir úr umferð vegna gruns um akstur undir áhrifum vímuefna. Einn var án réttinda og annar með handjárn í bifreið sinni og var því einnig kærður fyrir vopnalagabrot.

Mikil hálka var í nótt á Reykjanesbrautinni og hafnaði einn bíll utan vegar við Kúagerði. Engin slys urðu á fólki og var bifreiðin í ökuhæfu ástandi eftir óhappið samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni.

Fleiri óhöpp hafa orðið í umferðinni í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á síðustu dögum, en þau hafa verið minni háttar.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Kjaramál

Margar til­kynningar um verk­falls­brot

Geimvísindi

Vísindamenn varpa ljósi á tilurð Ryugu

Útlendingamál

Stoltir af nem­endum sem stóðu með Za­inab

Auglýsing

Nýjast

Dómurinn leggur línur um heimildavernd blaðamanna

Minntust fórnar­lambanna í Utrecht

Björgunarsveitir hafa sinnt tugum verkefna

Vilja hamingju­samari fugla, aðra yl­strönd og mat­höll í Mjódd

Samið við 23 sveitar­fé­lög um styrki til ljós­leiðara­væðingar

Tjónið mikið en ekkert mál að þrífa klósettin

Auglýsing