Bret­ar mætt­u stand­a sig tals­vert bet­ur í því að velj­a lyk­il­orð til að tryggja öryggi sitt á netinu. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar Net­ör­ygg­is­stofn­unar Bret­lands (NCSC) þar sem leit­ast var eft­ir því hvað­a lyk­il­orð væru algengust.

Líkt og svo oft áður var talna­runan 123456 vin­sæl­ast­a lyk­il­orð­ið. Þess­i ein­fald­a runa kom við sögu í yfir 23 millj­ón­um lyk­il­orð­a. Í öðru sæti var lyk­il­orð­ið 123456789, ekki mik­ið flókn­ar­a en 123456, og þar á eft­ir qwer­ty og 111111.

Frum­leg­heit­in virð­ast ekki vera meir­i en þett­a og hvet­ur NCSC fólk til að gera bet­ur svo það verð­i ekki jafn ber­skjald­að og raun ber vitn­i. Ein leið­in sé að búa til lyk­il­orð sem saman­stendur af þrem­ur hand­a­hófs­kennd­um en eft­ir­minn­i­leg­unm orð­um.

Þá virð­ast nöfn í­þrótt­a­fé­lag­a og hljóm­sveit­a oft rata í lyk­il­orð fólks. Til að mynd­a rat­að­i knatt­spyrn­u­fé­lag­ið Liv­er­po­ol í flest lyk­il­orð þar sem minnst var á ensk knattspyrnufélög. Chels­e­a var í öðru sæti.

Þeg­ar kem­ur að tón­list virð­ast marg­ir hald­a að Blink-182 trygg­i ör­ygg­i þeirr­a á net­in­u en hljóm­sveit­in, sem sló í gegn með lög­um á borð við I Miss You og All the Small Things, topp­að­i list­ann í þeim flokk­i.

„Enginn ætti að not­ast við eig­in nafn, upp­á­halds í­þrótt­a­fé­lag sitt eða hljóm­sveit þeg­ar kem­ur að að því að búa til lyk­il­orð sem ver við­kvæm­ar upp­lýs­ing­ar,“ seg­ir Dr Ian Levy, for­stöð­u­mað­ur NCSC, í sam­tal­i við BBC.

Hér fyrir neðan má hlusta á eitt af stórvirkjum Blink-182.