Í gær, föstu­daginn 21. janúar greindust 1.224 með Co­vid-19 og voru þar af 17 sem greindust á landa­mærunum. Fram kemur í til­kynningu frá al­manna­vörnum að alls voru 664 í sótt­kví, eða um helmingur.

Alls liggja 37 inni á Land­spítala með Co­vid-19 og af þeim eru þrír á gjör­gæslu og allir í öndunar­vél.

Á vef Land­spítalans kemur fram að alls séu núna rúm­lega níu þúsund í eftir­lit Co­vid-göngu­deildar og af þeim sé um þriðjungur börn.

Alls eru 187 starfs­menn spítalans smitaður af Co­vid og eru annað hvort í ein­angrun eða inn­lögn.