Alls greindust 120 einstaklingar með Covid-19 innanlands í gær. Rúmlega helmingur þeirra voru utan sóttkvíar.

Það eru áfram fimm á gjörgæslu en það fækkar einstaklingum sem liggja iunn á spítala. Það eru í dag 21 einstaklingar sem liggja inn á spítala.

Af þessum 120 voru 54 í sóttkví og 66 utan sóttkvíar. Það voru því 55 prósent þeirra sem smituðust utan sóttkvíar.

Það fjölgar um fjóra í einangrun og eru nú 1323 í einangrun en um leið fækkar um tæplega hundrað manns í sóttkví.