Björgunar­sveitin Þor­björn setti í gær upp 120 metra langan spotta á Lang­hrygg í gær við gos­stöðvarnar svo hægt sé að styðja sig við á leiðinni upp og niður. Björgunar­sveitin flutti sex ein­stak­linga sem slösuðust í brekkunni síðustu þrjá dagana.

Í til­kynningu frá sveitinni segir að spottinn hafi verið settur upp til að fækka slysum og auka öryggi fólks á svæðinu. Þar segir að það er þó ekki sú leið sem þau hefðu helst kosið, vegna Co­vid-far­aldursins, og minna fólk á að virða sótt­varnir og spritta sig fyrir og eftir að hafa notað spottann.