Bílar

12% færri bílar seldir í ár

Í nýliðnum júlímánuði voru 8% færri fólks- og sendibílar nýskráðir heldur en í sama mánuði í fyrra, eða alls 1.810 í stað 1.964 í júlí 2017.

Hyundai var söluhæsta einstaka bílamerkið hjá BL í júlí, en BL er stærsta bílaumboð landsins.

Fjöldi nýskráninga fólks- og sendibíla frá 1. janúar til og með enda júlí var 14.741 bíll samanborið við 16.794 bíla á sama tímabili 2017 og nemur samdrátturinn 12,2 prósentum. Í nýliðnum júlímánuði voru 8% færri fólks- og sendibílar nýskráðir heldur en í sama mánuði í fyrra, eða alls 1.810 í stað 1.964 í júlí 2017. Þetta kemur fram í skráningartölum Samgöngustofu. 

Af heildarfjölda nýskráðra bíla í júlí voru 525 frá BL sem er einu prósenti færra en í júlí 2017 þegar 532 fólks- og sendibílar voru nýskráðir í mánuðinum. Markaðshlutdeild BL í júlí var 29,01%. Það sem af er ári er hlutdeild BL á markaðnum í heild 28,51%. Er BL sem fyrr lang stærsta bifreiðaumboð landsins. Það sem af er ári hafa 4.203 fólks- og sendibílar af merkjum BL verið nýskráðir. 

Söluhæsta merki BL í júlí var Hyundai með 161 nýskráningar, Nissan með 117, Dacia 63, Renault 62 og Subaru með 60 nýskráða bíla. Af lúxusmerkjum BL; Jaguar Land Rover, BMW og Mini voru alls 59 bílar nýskráðir í júlí, flestir af tegundinni BMW. Alls hafa 6.310 nýir bílar verið skráðir bílaleigunum það sem af er ári, rúmum 19% færri en fyrstu sjö mánuðina í fyrra þótt 22 prósenta aukning hafi orðið í júlí borið saman við sama mánuð 2017.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Bílar

Milljón mílna Hyundai Elentra

Bílar

Tesla meira virði en Daimler

Bílar

Honda Passport rúllar af böndunum

Auglýsing

Nýjast

Jón Gnarr og Frosti deila um opin­bera smánun

Hvetja foreldra til að sækja börn í frístund

Mikil­vægt að ganga vel frá lausum munum

May sögð ætla að fresta Brexit-at­kvæða­greiðslu

Fjöldamorðingi dæmdur fyrir 56 morð til viðbótar

Jemt­land í á­tján ára fangelsi fyrir morðið á eigin­konu sinni

Auglýsing