Bílar

12% færri bílar seldir í ár

Í nýliðnum júlímánuði voru 8% færri fólks- og sendibílar nýskráðir heldur en í sama mánuði í fyrra, eða alls 1.810 í stað 1.964 í júlí 2017.

Hyundai var söluhæsta einstaka bílamerkið hjá BL í júlí, en BL er stærsta bílaumboð landsins.

Fjöldi nýskráninga fólks- og sendibíla frá 1. janúar til og með enda júlí var 14.741 bíll samanborið við 16.794 bíla á sama tímabili 2017 og nemur samdrátturinn 12,2 prósentum. Í nýliðnum júlímánuði voru 8% færri fólks- og sendibílar nýskráðir heldur en í sama mánuði í fyrra, eða alls 1.810 í stað 1.964 í júlí 2017. Þetta kemur fram í skráningartölum Samgöngustofu. 

Af heildarfjölda nýskráðra bíla í júlí voru 525 frá BL sem er einu prósenti færra en í júlí 2017 þegar 532 fólks- og sendibílar voru nýskráðir í mánuðinum. Markaðshlutdeild BL í júlí var 29,01%. Það sem af er ári er hlutdeild BL á markaðnum í heild 28,51%. Er BL sem fyrr lang stærsta bifreiðaumboð landsins. Það sem af er ári hafa 4.203 fólks- og sendibílar af merkjum BL verið nýskráðir. 

Söluhæsta merki BL í júlí var Hyundai með 161 nýskráningar, Nissan með 117, Dacia 63, Renault 62 og Subaru með 60 nýskráða bíla. Af lúxusmerkjum BL; Jaguar Land Rover, BMW og Mini voru alls 59 bílar nýskráðir í júlí, flestir af tegundinni BMW. Alls hafa 6.310 nýir bílar verið skráðir bílaleigunum það sem af er ári, rúmum 19% færri en fyrstu sjö mánuðina í fyrra þótt 22 prósenta aukning hafi orðið í júlí borið saman við sama mánuð 2017.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Bílar

40 lönd lögleiða skyldu sjálfvirkrar hemlunar

Bílar

25% tollur gæti helmingað sölu þýskra bíla vestanhafs

Bílar

SsangYong Rexton aftur útnefndur „bestu kaupin"

Auglýsing

Nýjast

​For­maður ÍKSA lofaði upp í ermina á sér og harmar það

Netanja­hú hættir sem utan­ríkis­ráð­herra

Sakar Bryn­dísi um hroka í garð verka­lýðs­for­ystunnar

Bryn­dís segir femín­ista hata sig: „Hvar er ég stödd?“

Opnar sig um HIV: „Tón­listin eins og græðis­­myrsl“

Ratclif­fe vinnur að því að koma milljörðum punda frá Bret­landi

Auglýsing