Bílar

12% færri bílar seldir í ár

Í nýliðnum júlímánuði voru 8% færri fólks- og sendibílar nýskráðir heldur en í sama mánuði í fyrra, eða alls 1.810 í stað 1.964 í júlí 2017.

Hyundai var söluhæsta einstaka bílamerkið hjá BL í júlí, en BL er stærsta bílaumboð landsins.

Fjöldi nýskráninga fólks- og sendibíla frá 1. janúar til og með enda júlí var 14.741 bíll samanborið við 16.794 bíla á sama tímabili 2017 og nemur samdrátturinn 12,2 prósentum. Í nýliðnum júlímánuði voru 8% færri fólks- og sendibílar nýskráðir heldur en í sama mánuði í fyrra, eða alls 1.810 í stað 1.964 í júlí 2017. Þetta kemur fram í skráningartölum Samgöngustofu. 

Af heildarfjölda nýskráðra bíla í júlí voru 525 frá BL sem er einu prósenti færra en í júlí 2017 þegar 532 fólks- og sendibílar voru nýskráðir í mánuðinum. Markaðshlutdeild BL í júlí var 29,01%. Það sem af er ári er hlutdeild BL á markaðnum í heild 28,51%. Er BL sem fyrr lang stærsta bifreiðaumboð landsins. Það sem af er ári hafa 4.203 fólks- og sendibílar af merkjum BL verið nýskráðir. 

Söluhæsta merki BL í júlí var Hyundai með 161 nýskráningar, Nissan með 117, Dacia 63, Renault 62 og Subaru með 60 nýskráða bíla. Af lúxusmerkjum BL; Jaguar Land Rover, BMW og Mini voru alls 59 bílar nýskráðir í júlí, flestir af tegundinni BMW. Alls hafa 6.310 nýir bílar verið skráðir bílaleigunum það sem af er ári, rúmum 19% færri en fyrstu sjö mánuðina í fyrra þótt 22 prósenta aukning hafi orðið í júlí borið saman við sama mánuð 2017.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Bílar

Bestu kaupin í Dacia samkvæmt Auto Trader

Bílar

Nýr Opel Grandland X frumsýndur

Bílar

Hyundai fagnar ökuréttindum kvenna í Saudi Arabíu

Auglýsing

Nýjast

Sjáðu hvernig Vargurinn bjargaði grindhvalnum

Sig­fús Ingi ráð­inn sveit­ar­stjór­i Skag­a­fjarð­ar

Minnst tíu látnir eft­ir að brú hrund­i í Gen­ú­a

„Hvað í fjand­an­um er­uð­i að gera?“

Ók á veg­far­endur við þing­húsið í West­min­ster

Um 100 bílar eyði­lagðir eftir hrinu í­kveikja í Sví­þjóð

Auglýsing