Lög­reglunni á höfuð­borgar­svæðinu barst til­kynning um að tólf ára barn hefði fengið senda verð­skrá frá ó­kunnugum ís­lenskum karl­manni sem vildi kaupa af því barna­níðs­efni. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Lög­reglan kveðst hafa nokkur slík mál til skoðunar en í þessu til­viki sé um að ræða yngsta barn sem lög­reglu hefur verið til­kynnt um til þessa. Barnið lét sjálft vita og var lög­regla strax látin vita af málinu.

Kynnast í gegnum samfélagsmiðla

Ævar Pálmi Pálma­son, yfir­maður kyn­ferðis­brota­deildar lög­reglunnar á höfuð­borgar­svæðinu, kveðst vita til þess að tugir barna hafi fengið greitt fyrir að senda barna­níðs­efni af sér til ó­kunnugra hér á landi.

Slík mál hafi í­trekað ratað á borð lög­reglu frá því síðast­liðinn desember eftir að for­eldrar tóku eftir ó­eðli­legum greiðslum til barna sinna. Börnin komist iðu­lega í kynni við ein­stak­linga í gegnum tölvu­leiki eða sam­fé­lags­miðla.

Ævar hvetur for­eldra til að fylgjast vel með sam­fé­lags­miðlum barna sinna og fræða þau um hvað sé í lagi að senda.