Sam­kvæmt bráða­birgðar­tölum al­manna­varna voru 1252 já­kvæð Co­vid-19 sýni greind í gær, þar af 54 á landa­mærunum og 1198 innan­lands. Alls voru 715 í sótt­kví við greiningu.

Tölur um fjölda ein­stak­linga sem nú sæta ein­angrun eða sótt­kví verða upp­færðar á co­vid.is á morgun, mánu­dag. Eins hversu mörg PCR sýni voru tekin í gær.

Tvö hundruð starfs­menn Land­spítalans eru nú í ein­angrun eða inn­lögn vegna Co­vid-smita, sam­kvæmt frétta­til­kynningu Land­spítalans.

35 sjúk­lingar liggja nú inni með veiruna, fjórir eru á gjör­gæslu og þrír í öndunar­vél. 9117 sjúk­lingar eru í Co­vid-göngu­deildinni, þar af 3275 börn.